Girðingarefni og undirstöður

FB Girðing ehf notar einungis girðingarefni úr galvaníseruðu stáli, húðað með PVC. PVC er plastefni með mikið álags og veðrunarþol. Grunnliturinn er grár, en hægt er að sérpanta alla staðalliti. Borað eða grafið er fyrir undirstöðum, sett plastform í holuna og staurinn steyptur. Borað er 80 cm niður fyrir frost og plastformið er breiðast að neðan til að koma í veg fyrir hreyfingu í frosti.

Athugið: Stundum þarf að skipta um jarðveg á staurastæðum. En staurastæði er þar sem undirstöður girðinga koma. Mold og annan leirkenndari jarðveg þarf að fjarlægja og setja gott fyllingarefni.

Forsteyptar Einingar

Fyrir færanlegar girðingar eru notaðar forsteyptar undirstöðueiningar.

Færanlegar Girðingar

Við framleiðum færanlegar öryggisgirðingar sem henta vel t.d. við hafnir og víðar þar sem þörf er á öflugum girðingum sem hægt er að færa til. Stólparnir eru sérsteyptir með sterkri járnbindingu, og stenst ströngustu nútímakröfur. Sjá nánar hér.

Öryggisgirðingar

Af fenginni reynslu þá mælir FB girðing ehf með að ekki sé notað þynnra efni en 8x6x8 teina í möskvana á öryggisgirðingum.

Afmarkandi Girðingar fyrir Kirkjur og Kirkjugarða

Afmarkandi girðingar í kringum kirkjur og kirkjugarða eru venjulega 1.5 metra háar. Girðingarefnið er með stöðluðum gráum lit, en oftast velja menn að sérpanta hvítan lit.

Afmörkun Skóla og Leiksvæða

Lágmarkshæð fyrir girðingar í kringum leikskóla og leiksvæði er 1.5 metrar. Við mælum með hærri girðingum á svæðum þar sem börnin leika sér í boltaleikjum, þá sérstaklega fyrir aftan mörk og nálægt umferðaræðum.

Skjólveggir

Þegar settir eru upp skjólveggir, þá eykur það líftíma veggjanna að festa þá við almennilegar undirstöður. Veggirnir eiga eftir að takast á við íslenska veðráttu um ókomna tíð og þá er best að ráða sérfræðinga til að setja niður undirstöðurnar.